Þetta fær ein manneskja. Ég veit ekki hvað það er við þig en ég vil þakka þér fyrir, síðast þegar við hittumst, að tala við þig, að njóta nærveru þinnar... það er eitthvað við hvað þú segir, hvernig þú segir það og bara almennt áran í kringum þig sem fær mig til að trúa á mig, eitthvað sem fær mig til að trúa því að ég geti gert eitthvað við líf mitt og að ég geti gert hluti vel, að ég er og geti verið miklu meira en ég held að ég sé. Þú ert yndislegur. Þú gerir fyrir mig það sem engin annar hefur nokkurntíman gert fyrir mig af því að engin virkilega trúir því nema þú. Takk kærlega fyrir að hafa trú á mér og að láta mig vilja gera betur. Og hve mikið eða lítið sem það skiptir máli þá vil ég að þú vitir að ég hef alltaf endalausa trú á þér, ég veit að þú átt eftir að breyta heiminum til hins betra. Takk.
~Hafsteinn Tómas Sverrisson skrifar þetta til Kristjáns.
No comments:
Post a Comment